Ólína: Kvótakerfið og ESB brenna á fólki

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Ólína Þorvarðardóttir, sem skipar annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, segist telja að rekja megi mikla fylgisaukningu Samfylkingarinnar í kjördæminu til sterkrar málefnastöðu.

„Við höfum sett fram hugmyndir um leiðréttingu á kvótakerfinu en kvótakerfið er málefni sem brennur mjög á fólki á landsbyggðinni,” sagði hún er blaðamaður mbl.is ræddi við hana í nótt.

„Ég hef líka orðið vör við það að unga fólkið hefur mjög mikinn áhuga á Evrópusambandsumræðunni. Það vill sjá bjarta og trausta framtíð.”Ólína sagðist einnig telja að flokkurinn svari kröfunni um siðbót og uppgjör auk þess sem hann hafi ákveðinn trúverðugleika í velferðarmálum. „Fólk hreinlega treystir Jóhönnu og flokknum,” sagði hún.

Ólína sagði leggjast vel í sig að setjast á þing en er blaðamaður mbl.is ræddi við hana var óljóst hvort Samfylkingin næði þriðja manninum inn í kjördæminu.

„Við vorum farin að átta okkur á því undir það síðasta að það væri mikil fylgisaukning í farvatninu og teljum okkur vera að uppskera eins og við höfum sáð,” sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert