Ráðherra féll af þingi

Kolbrún Halldórsdóttir.
Kolbrún Halldórsdóttir. Steinar Hugi

Einn af ráðherr­um nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar náði ekki kjöri á Alþingi, en það er Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra, en hún var í þriðja sæti á lista Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs í Reykja­vík - suður. Flokk­ur­inn fékk tvo þing­menn í kjör­dæm­inu, en þrjá í Reykja­vík - suður.

Kol­brún hef­ur setið á þingi frá ár­inu 1999 þegar VG fékk fyrst kjörna menn á þing. Hún var skipuð um­hverf­is­ráðherra þegar rík­is­stjórn VG og Sam­fylk­ing­ar tók við völd­um í vet­ur.

 Þá féll formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins, Arn­björg Sveins­dótt­ir, út af þingi. Arn­björg var í 3. sæti list­ans í Norð-aust­ur­kjör­dæmi, en flokk­ur­inn fékk aðeins 17,5% fylgi í kjör­dæm­inu og tvo menn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert