Vopnað rán í Mávanesi

mbl.is/Júlíus

Á tólfta tím­an­um í gær­kveldi réðust tveir ís­lensk­ir karl­menn um tví­tugt, er voru íklædd­ir hettupeys­um, með klúta fyr­ir vit­um og hanska­klædd­ir inn á heim­ili eldri hjóna í Mávanesi á Arn­ar­nesi. Menn­irn­ir, sem voru vopnaðir hníf­um hótuðu hjón­un­um líf­láti ef þau létu ekki alla þeirra fjár­muni af hendi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Héldu þeir hjón­un­um í gísl­ingu í um 15 -20 mín­út­ur meðan þeir fóru ráns­hendi um íbúðina. Tóku þeir hringa af fingr­um kon­unn­ar, tóku einnig farsíma, seðlaveski með um 60.000 kr., upp­töku­vél og far­tölvu. Voru aðfar­ir mann­anna mjög harka­leg­ar og er kon­an nokkuð lemstruð eft­ir. Er mann­anna nú leitað.

Biðlar lög­regla til þeirra er hafa orðið var­ir við manna­ferðir við Arn­ar­nes á áður­greind­um tíma, eða hafa veitt ein­hverju óvenju­legu at­hygli er gæti tengst mál­inu að hafa sam­band í síma 444 1104.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert