Berserksgangur á Bessastöðum

Bessastaðakirkja.
Bessastaðakirkja. Ómar Óskarsson

Starfs­fólk for­seta­embætt­is­ins á Bessa­stöðum kallaði til lög­reglu um miðjan dag í gær, sunnu­dag, vegna manns sem gengið hafði ber­serks­gang á hlaðinu og við kirkj­una. Vann maður­inn skemmd­ir á bif­reið í eigu embætt­is­ins og braut fjóra steina glugga í Bessastaðakirkju.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu var maður­inn hand­tek­inn á staðnum en hann þótti ekki vera í jafn­vægi eða í ann­ar­legu ástandi.

Átta steind­ir glugg­ar eru á kirkj­unni, sett­ir í árið 1956 að því er fram kem­ur á vef for­seta­embætt­is­ins. Glugg­arn­ir eru eft­ir lista­menn­ina Finn Jóns­son og Guðmund Ein­ars­son frá Miðdal og sýna at­b­urði úr Biblí­unni og úr kristni­sögu Íslands. Gagn­ger viðgerð fór fram á kirkj­unni árið 1998.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka