Búist við að helmingur þjóðarinnar gæti sýkst

00:00
00:00

Í áhættumati, sem gert hef­ur verið á veg­um land­læknisembætt­is­ins vegna hugs­an­legs heims­far­ald­us in­flú­ensu, er gert ráð fyr­ir því að helm­ing­ur þjóðar­inn­ar muni sýkj­ast á 12 vikna tíma­bili og allt að 3% þeirra, sem sýkj­ast, geti lát­ist.

Síðastliðin 400 ár hef­ur heims­far­ald­ur in­flú­ensu farið um heim­inn þris­var til fjór­um sinn­um á hverri öld. Á síðustu öld gengu yfir þrír heims­far­aldr­ar in­flú­ensu. Fyrst kom spænska veik­in 1918–1919, en talið er að allt að 50 millj­ón­ir manna, aðallega ungt fólk á aldr­in­um 20–40 ára, hafi lát­ist af völd­um henn­ar. Á Íslandi lét­ust um 500 manns. Næstu heims­far­aldr­ar voru Asíu­in­flú­ens­an 1957–1958 og Hong Kong­in­flú­ens­an1968–1969, en mann­tjón í þess­um faröldr­un­um var mun minna en í spænsku veik­inni.

Næst­um 40 ár eru frá því að síðasti heims­far­ald­ur reið yfir og er það  óvenju lang­ur tími milli slíkra far­aldra í sögu­legu sam­hengi. Nú er ótt­ast að svo­nefnd svínaflensa, sem komið hef­ur upp í Mexí­kó og Banda­ríkj­un­um, gæti orðið að heims­far­aldri.

Hér­lend­ar viðbragðsáætlan­ir miða að því að tefja út­breiðslu far­ald­urs­ins og draga úr al­var­leg­um af­leiðing­um hans. Í áhættumat­inu seg­ir, að ólík­legt megi telja að full­kom­lega verði hægt að koma í veg fyr­ir út­breiðslu veirunn­ar hér á landi. Áætlað sé að sam­hæfðar viðbragðsáætlan­ir eins og unnið hef­ur verið að hér á landi muni fækka sjúk­dómstil­fell­um og draga úr al­var­leg­um af­leiðing­um far­ald­urs­ins. 

Þá seg­ir, að gera megi ráð fyr­ir að at­vinnu­lífið hér á landi lam­ist í tvær til þrjár vik­ur, en með gerð viðbragðsáætl­un­ar sé reynt að lág­marka þann skaða sem sjúk­dóm­ur­inn valdi. En þrátt fyr­ir að öll­um til­tæk­um ráðstöf­un­um verði beitt  megi alltaf bú­ast við ófyr­ir­séðum af­leiðing­um.  Reikna megi með að fjár­hags­leg af­koma heim­ila rýrni tíma­bundið, verðmæti glat­ist, til dæm­is sjáv­ar­fang vegna skorts á vinnu­afli og þjóðar­tekj­ur minnki í ákveðinn tíma.

Áhættumat vegna heims­far­ald­urs in­flú­ensu

Hér er hægt að fylgj­ast með nýj­ustu upp­lýs­ing­um 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert