Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Valdís

Davíð Odds­son seg­ist í viðtali við breska blaðið Daily Tel­egraph ætla að snúa sér að því að skrifa smá­sög­ur og planta trjám við bú­stað sinn á Móeiðar­hvoli. Davíð seg­ist í viðtal­inu margoft hafa varað við útþenslu ís­lenska banka­kerf­is­ins en eng­inn hafi viljað hlusta á hann. 

Blaðið seg­ir, að að það hafi ekki verið í tísku á Íslandi, þegar upp­gang­ur­inn var sem mest­ur, að hafa mikl­ar áhyggj­ur af hlut­un­um. Haft er eft­ir Davíð, að hann hafi verið minnt­ur á þetta í hvert skipti sem hann reyndi að vara við hugs­an­leg­um óveðurs­skýj­um við sjón­deild­ar­hring.

„Stjórn­end­ur nýju bank­anna sögðu, að Seðlabank­inn væri allt of gam­aldags og ekki ætti að hlusta á menn þar. Rík­is­stjórn­in ákvað að hlusta á þá, ekki okk­ur," seg­ir Davíð.

Grein Daily Tel­egraph

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka