Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Valdís

Davíð Oddsson segist í viðtali við breska blaðið Daily Telegraph ætla að snúa sér að því að skrifa smásögur og planta trjám við bústað sinn á Móeiðarhvoli. Davíð segist í viðtalinu margoft hafa varað við útþenslu íslenska bankakerfisins en enginn hafi viljað hlusta á hann. 

Blaðið segir, að að það hafi ekki verið í tísku á Íslandi, þegar uppgangurinn var sem mestur, að hafa miklar áhyggjur af hlutunum. Haft er eftir Davíð, að hann hafi verið minntur á þetta í hvert skipti sem hann reyndi að vara við hugsanlegum óveðursskýjum við sjóndeildarhring.

„Stjórnendur nýju bankanna sögðu, að Seðlabankinn væri allt of gamaldags og ekki ætti að hlusta á menn þar. Ríkisstjórnin ákvað að hlusta á þá, ekki okkur," segir Davíð.

Grein Daily Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert