„Erfitt að sjá fyrir sér ríkisstjórnarsamstarf"

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir erfitt að sjá hvernig Samfylking og Vinstri grænir eigi að ná saman um Evrópumálin, og vísar þar til leiðtogaumræðnanna í Sjónvarpinu í gærkvöld.

Hann segir þó erfitt að sjá fyrir sér ríkisstjórnarsamstarf Framsóknar, Samfylkingar og Borgarahreyfingarinnar, sem öll styðja aðildarviðræður við ESB.

„Sá meirihluti hefði bara 33 þingmenn eða þriggja manna meirihluta við mjög erfiðar aðstæður. Mér þætti það knappur meirihluti ekki hvað síst í ljósi þess að í báðum þessum flokkum [Samfylkingu og Borgarahreyfingu] er fólk sem maður er ekki alveg viss um að yrði samstiga í því sem þarf að takast á við í efnahagsmálum. Þar þarf að fara í mjög róttækar aðgerðir, m.a. skuldaleiðréttingu, og ég veit ekki hvort þessir flokkar eða hvort allir innan þeirra yrðu samstiga í slíkum aðstæðum.“

Aðspurður segist hann þó ekki útiloka meirihlutasamstarf í þessa átt en segir það þó vera vandkvæðum bundið. En sér hann þá eitthvað annað í spilunum varðandi ríkisstjórnaraðkomu Framsóknarflokks. „Nei,“ svarar Sigmundur og bætir því við að flokkurinn hefði verið í betri aðstöðu hefðu vinstri flokkarnir ekki náð meirihluta. „Mér sýnist niðurstaðan fela það í sér að við verðum í stjórnarandstöðu og reynum þá að vera uppbyggilegur stjórnarandstöðuflokkur.“

Nánar er rætt við Sigmund í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert