Evrópumálið hefur forgang

00:00
00:00

Sér­stak­ur hóp­ur á veg­um stjórn­ar­flokk­anna á að að leiða til lykta hvernig þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu verði háttað.  Fyrsti form­legi stjórn­ar­mynd­un­ar­fund­ur­inn hófst í Nor­ræna hús­inu á sjötta tím­an­um.

Fyrsta stjórn­ar­mynd­un­ar­fund­inn sitja auk Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­manns VG, þau Dag­ur B. Eggerts­son og Katrín Jak­obs­dótt­ir, vara­for­menn flokk­anna, Hrann­ar B. Arn­ars­son, aðstoðarmaður Jó­hönnu og Finn­ur Dell­sén, aðstoðarmaður Stein­gríms.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir er bjart­sýn á að flokk­arn­ir nái sam­an þrátt fyr­ir ágrein­ing um Evr­ópu­mál­in. Hún fékk umboð frá þing­flokkn­um í dag til að leiða stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður við VG. Jó­hanna seg­ist leggja alla áherslu á að ásætt­an­leg niðurstaða ná­ist í Evr­ópu­mál­um og seg­ir mik­il­vægt að menn sjái til lands í þessu áður en önn­ur mál verða rædd. Önnur mál séu auðleyst­ari.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert