Evrópusambandið bjargar ekki Íslandi

Frá Ósló.
Frá Ósló. mbl.is/Golli

Dagfinn Høybråten, formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi, segir í samtali við norsku fréttastofuna NTB að afstaða Íslands til Evrópusambandsaðildar hafi ekki skýrst í þingkosningunum á Íslandi um helgina. Hann segir enda, að Evrópusambandið geti ekki bjargað Íslandi.

„Evrópusambandsboðskapurinn frá Íslandi er ekkert skýrari nú en hann var fyrir kosningarnar. Nýja ríkisstjórnin  er ósamstíga í málinu og stjórnarandstaðan hefur enn efasemdir. Það virðist því ljóst, að það verður langt þangað til Ísland gengur í ESB," hefur NTB eftir Høybråten.

Þá segist hann ekki reikna með því, að aukinn áhugi íslenskur áhugi á Evrópusambandinu muni kalla fram svipaða umræðu í Noregi. Kristilegi þjóðarflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu í Noregi, styður EES-samninginn og Høybråten telur ekki, að sá samningur muni taka miklum breytingum þótt Ísland gangi í ESB.

„EES-samningurinn er í öllum aðalatriðum samkomulag Noregs og ESB. Það þarf án efa að breyta uppbyggingunni eitthvað en samningurinn sjálfur er ekki í hættu. Við fylgjumst með þróuninni á Íslandi en ég hef tek þessu með ró. Evrópusambandið getur ekki bjargað Íslandi," segir Høybråten.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka