Fjölmiðlamenn ná völdum á þingi

Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson

Stundum hefur verið talað um að mikið sé um lögfræðinga á þingi. Á nýkjörnu þingi eru hins vegar ekki margir lögfræðingar. Menn sem hafa starfað við fjölmiðlun eru hins vegar margir á nýkjörnu þingi.

Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall og Sigmundur Ernir Rúnarsson störfuðu öll á sjónvarpsstöðvum um árabil. Það sama á við um Ögmund Jónasson heilbrigðisráðherra.

Steingrímur J. Sigfússon var íþróttafréttamaður á RÚV um tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vann á fréttastofu RÚV um tíma. Össur Skarphéðinsson og Þráinn Bertelsson voru ritstjórar Þjóðviljans um tíma. Þar störfuðu einnig Álfheiður Ingadóttir og Árni Þór Sigurðsson.

Árni Johnsen var blaðamaður um árabil. Það sama á við um Guðmund Steingrímsson. Þá hafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, Birgir Ármannsson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Magnús Orri Schram starfað á fjölmiðlum um lengri eða skemmri tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert