Hafa játað húsbrot og rán

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, á blaðamannafundinum.
Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, á blaðamannafundinum. mbl.is/Júlíus

Tveir karl­menn á þrítugs­aldri og ein kona um tví­tugt, sem hand­tek­in voru á höfuðborg­ar­svæðinu í dag, hafa játað að hafa skipu­lagt hús­brot og rán á heim­ili aldraðra hjóna við Mávanes á Arn­ar­nesi seint á laug­ar­dags­kvöld. Menn­irn­ir hafa áður gerst sek­ir um of­beld­is- og fíkni­efna­brot.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi lög­regl­unn­ar á höfu­borg­ar­svæðinu, sem hald­inn  var nú und­ir kvöld vegna máls­ins. Önnur kona var einnig hand­tek­in vegna máls­ins en hún hef­ur ekki játað sak­ir.

Að sögn þeirra Stef­áns Ei­ríks­son­ar, lög­reglu­stjóra, og Friðriks Smára Björg­vins­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns, bár­ust marg­ar ábend­ing­ar og vís­bend­ing­ar til lög­reglu vegna máls­ins. Gerð verður krafa um gæslu­v­arðhald yfir fólk­inu á morg­un vegna rann­sókn­ar­hags­muna og/​eða al­manna­hags­muna vegna þess hversu al­var­legt af­brotið er en það er talið varða allt að 16 ára fang­els­is­refs­ingu.

Önnur kon­an var hand­tek­in í miðborg Reykja­vík­ur og hin í heima­húsi. Hluti af þýf­inu, sem menn­irn­ir höfðu á brott með sér úr húsi hjón­anna, er komið í leit­irn­ar.

Stefán Ei­ríks­son sagðist hafa farið í dag heim til hjón­anna, sem urðu fyr­ir árás­inni og fært þeim frétt­ir af hand­tök­un­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert