Á Vestfjörðum er sumstaðar nokkur hálka eða hálkublettir, fyrst og fremst á hálsum og heiðum. Þungfært er yfir Eyrarfjall.
Vegna aurbleytu og hættu á skemmdum hefur allur akstur nú verið bannaður á allmörgum hálendisleiðum. Enn eru þungatakmarkanir nokkuð víða. Nánari upplýsingar eru veittar í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777.
Vegna vinnu í Múlagöngum verða umferðatafir í kvöld frá kl. 21.00 til kl. 06.00 í fyrramálið og einnig næstu kvöld.