Óbrúuð gjá í ESB-máli

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Laus­lega var rætt um Evr­ópu­mál á fundi for­ystu­manna VG og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á heim­ili Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í gær. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins var þó aðeins rætt al­mennt um stefnu flokk­anna og þá hvort mögu­legt væri að sætta ólík­ar áhersl­ur þeirra. VG er á móti aðild að Evr­ópu­sam­band­inu en Sam­fylk­ing­in vill óska eft­ir aðild að ESB sem allra fyrst.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, og Jó­hanna tók­ust á um málið í umræðuþætti í Rík­is­sjón­varp­inu í gær. „Þetta verður erfiðasta málið að leysa,“ sagði Jó­hanna og tók fram að ekki væri rétt að lítið bæri í milli. Und­ir það tók Stein­grím­ur, sem sagði Evr­ópu­mál­in vera „stórt, erfitt, óbrúað ágrein­ings­mál“. Eins og til að und­ir­strika það áttu þau síðan hvöss og snörp orðaskipti í þætt­in­um.

Strax í gær komst skriður á viðræður milli for­ystu­manna Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar um áfram­hald­andi sam­starf flokk­anna, nú ekki í minni­hluta held­ur fimm þing­manna meiri­hluta.

Ekki mun annað hafa kimið til tals í en að Jó­hanna yrði for­sæt­is­ráðherra og er gengið út frá því af hálfu Sam­fylk­ing­ar. Að sögn heim­ild­ar­manna Morg­un­blaðsins er einnig mik­il áhersla lögð á það meðal þing­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að áform­um um að sækja um aðild að ESB verði haldið til streitu. Þing­meiri­hluti sé fyr­ir því og Vinstri græn­ir í engri samn­ings­stöðu. „Eng­inn af­slátt­ur verður gef­inn.“

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert