Óbrúuð gjá í ESB-máli

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Lauslega var rætt um Evrópumál á fundi forystumanna VG og Samfylkingarinnar á heimili Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var þó aðeins rætt almennt um stefnu flokkanna og þá hvort mögulegt væri að sætta ólíkar áherslur þeirra. VG er á móti aðild að Evrópusambandinu en Samfylkingin vill óska eftir aðild að ESB sem allra fyrst.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Jóhanna tókust á um málið í umræðuþætti í Ríkissjónvarpinu í gær. „Þetta verður erfiðasta málið að leysa,“ sagði Jóhanna og tók fram að ekki væri rétt að lítið bæri í milli. Undir það tók Steingrímur, sem sagði Evrópumálin vera „stórt, erfitt, óbrúað ágreiningsmál“. Eins og til að undirstrika það áttu þau síðan hvöss og snörp orðaskipti í þættinum.

Strax í gær komst skriður á viðræður milli forystumanna Vinstri grænna og Samfylkingar um áframhaldandi samstarf flokkanna, nú ekki í minnihluta heldur fimm þingmanna meirihluta.

Ekki mun annað hafa kimið til tals í en að Jóhanna yrði forsætisráðherra og er gengið út frá því af hálfu Samfylkingar. Að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins er einnig mikil áhersla lögð á það meðal þingmanna Samfylkingarinnar að áformum um að sækja um aðild að ESB verði haldið til streitu. Þingmeirihluti sé fyrir því og Vinstri grænir í engri samningsstöðu. „Enginn afsláttur verður gefinn.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka