Opin fyrir samstarfi við alla nema Sjálfstæðisflokkinn

Jóhann Kristjánsson
Jóhann Kristjánsson

„Mín viðbrögð eru þau að við fengum mjög góða kosningu fyrir enga peninga. Við erum með ódýrustu þingsætin í Íslandssögunni, þessi fjögur sem eru komin. Það er þjóðin sem er að velja okkur og lýsa yfir þeirri skoðun sinni að hún vilji fá eitthvað nýtt inn á Alþingi,“ sagði Jóhann Kristjánsson, kosningastjóri Borgarahreyfingarinnar, sigurreifur um eftirmiðdaginn í gær.

Jóhann segir úrslitin hafa komið hreyfingunni skemmtilega á óvart.

„Ég held að þetta sé yfir öllum væntingum. Ég hef fundið fyrir ótrúlegum meðbyr. Það var mikil stígandi í þessu þegar framboðið var að verða klárt. Raunsætt á litið vorum við að vonast til að ná fólki inn á Alþingi. Það væri sigurinn. Að fá fjóra menn og vera nálægt þeim fimmta, það fór fram úr öllum okkar væntingum,“ sagði hann.

Aðspurður með hvaða flokkum Borgarahreyfingin gæti hugsað sér að starfa, að því gefnu að Samfylking og VG næðu ekki saman um stjórnarmyndun, sagði Jóhann hreyfinguna opna fyrir samstarfi við alla nema Sjálfstæðisflokkinn.

Hann efaðist um að Samfylking og VG gætu myndað stjórn, vegna ágreinings um Evrópumál.

„Mér sýnist Vinstri grænir ekki vera með bakland til að fara í þessar aðildarviðræður sem Samfylkingin greinilega ætlar sér að fara í.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka