Skeindi sig með kjörseðli

Ekki allir létu sér nægja að merkja x við þann …
Ekki allir létu sér nægja að merkja x við þann flokk sem þeir vildu styðja og strika yfir tiltekna frambjóðendur. Ómar Óskarsson

Inn á vef­inn hef­ur ratað upp­taka af kjós­anda sem ákvað að nýta kosn­inga­rétt sinn með því að mæta á kjörstað og gefa skít í kosn­ing­arn­ar í bók­staf­legri merk­ingu.

Á mynd­brot­inu sést viðkom­andi ganga örna sinna í kjör­klef­an­um, sem mun eft­ir heim­ild­um Morg­un­blaðsins hafa verið í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, skeina sig með kjör­seðlin­um og brjóta hann því næst sam­an. Að því er fram kem­ur á vefn­um: www.af­taka.org, mun kjós­and­inn hafa sett kjör­seðil­inn í kjör­kass­ann en það sést ekki í mynd. 

Í sam­tali við Morg­un­blaðið sagði Erla S. Árna­dótt­ir, formaður yfir­kjör­stjórn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, að fram­kvæmd kosn­ing­anna hefði gengið vel fyr­ir sig og eng­ar sér­stak­ar uppá­kom­ur hefðu orðið þrátt fyr­ir boðaðar aðgerðir á sam­skipta­vefn­um Face­book þar sem al­menn­ing­ur var m.a. hvatt­ur til að borða kjör­seðil­inn eða dvelja óhóf­lega lengi í kjör­klef­an­um. Sagðist hún kann­ast við eitt at­vik þar sem koma beit í kjör­seðil­inn áður en hún sett hann í kjör­kass­ann.

Spurð hvort rétt væri að kjós­andi hefði gengið örna sinna í kjör­klefa sagðist Erla ekki hafa neitt um málið að segja, en vildi ekki vísa því á bug að at­vikið hafði átt sér stað.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert