Fjórir þingmenn sem taka sæti á þingi eiga feður sem setið hafa á þingi. Svandís Svavarsdóttir er dóttir Svavars Gestssonar sem lengi sat á þingi fyrir Alþýðubandalagið.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sonur Gunnlaugs Sigmundssonar sem um tíma sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn.
Guðmundur Steingrímsson er sonur Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. Afi hans, Hermann Jónasson, var líka formaður Framsóknarflokksins.
Valgerður Bjarnadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingar, er dóttir Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Bróðir Valgerðar, Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, sat á þingi í 18 ár.