Ekki tilefni til úttektar á störfum Guðlaugs

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og fyrrum heilbrigðisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og fyrrum heilbrigðisráðherra. mbl.is/Ómar

Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar hefur tilkynnt Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni að ekki sé talið tilefni til úttektar á störfum hans fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á þeim tíma sem hann var stjórnarformaður Orkuveitunnar.

Í bréfinu kemur fram að ákvörðun Innri endurskoðunar sé tekin í ljósi þess að þegar hafi verið fjallað um málefni OR og REI á vettvangi stýrihóps borgarráðs um málefni REI og OR og af umboðsmanni Alþingis. Þá hafi þrír lykilgerendur í málinu skrifað greinargerð um atburðarrásina í aðdraganda sameiningar REI og GGE og Innri endurskoðun gert stjórnsýsluúttekt á Orkuveitunni á síðasta ári.

Guðlaugur Þór óskaði eftir úttekt á störfum sínum vegna umræðu um háa fjárstyrki, sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í lok ársins 2006 frá FL-Group og Landsbankanum. 

Ekki hefur náðst í Guðlaug Þór eða Hall Símonarson, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, vegna málsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka