Ekki af völdum venjulegrar svínainflúensuveiru

Fundað var um svínaflensuna í morgun.
Fundað var um svínaflensuna í morgun. Árni Sæberg

Svínainflúensan sem nú geisar meðal fólks í Mexíkó og hefur borist þaðan til annarra landa er ekki af völdum venjulegrar svínainflúensuveiru, að því segir á vefsvæði matvælastofnunar. Um er að ræða nýtt veiruafbrigði sem berst milli manna. Uppruninn er óljós en í því er blanda af erfðaefni frá inflúensuveirum manna, svína og fugla.

Á vefsvæðinu, mast.is, segir jafnframt að íslensk svín hafi aldrei greinst með inflúensu og grunur aldrei komið upp. Allt frá árinu 1994 hafa verið tekin sýni með nokkurra ára millibili úr svínum og leitað að mótefnum gegn veirunni, bæði mótefnisgerðum H1N1 og H3N2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert