Ekki af völdum venjulegrar svínainflúensuveiru

Fundað var um svínaflensuna í morgun.
Fundað var um svínaflensuna í morgun. Árni Sæberg

Svínain­flú­ens­an sem nú geis­ar meðal fólks í Mexí­kó og hef­ur borist þaðan til annarra landa er ekki af völd­um venju­legr­ar svínain­flú­ensu­veiru, að því seg­ir á vefsvæði mat­væla­stofn­un­ar. Um er að ræða nýtt veiru­af­brigði sem berst milli manna. Upp­run­inn er óljós en í því er blanda af erfðaefni frá in­flú­ensu­veir­um manna, svína og fugla.

Á vefsvæðinu, mast.is, seg­ir jafn­framt að ís­lensk svín hafi aldrei greinst með in­flú­ensu og grun­ur aldrei komið upp. Allt frá ár­inu 1994 hafa verið tek­in sýni með nokk­urra ára milli­bili úr svín­um og leitað að mót­efn­um gegn veirunni, bæði mót­efn­is­gerðum H1N1 og H3N2.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert