Ekkert umburðarlyndi gagnvart ofbeldi

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. MorgunblaðiðSkapti Hallgrímsson

„Álagið á Hjálp­ar­starfið hef­ur aldrei verið meira en nú,“ sagði Karl Sig­ur­björns­son, bisk­up Íslands, í setn­ing­ar­ræðu á presta­stefnu 2009 í kvöld. Hann sagði að hjálp­ar­beiðnum fjölgi stöðugt eft­ir því sem fleiri missi vinn­una. Af þeim sem sækja um aðstoð fjölg­ar mest í yngsta ald­urs­hópn­um.

Karl Sig­ur­björns­son bisk­up vék að krepp­unni í ræðu sinni í Kópa­vogs­kirkju í kvöld. Hann sagði kristn­ina ekki hafa ódýr­an og ein­fald­an veg­vísi út úr krepp­unni. En hún hafi sögu að segja. Kjarni henn­ar séu at­b­urðir bænadaga og páska. 

„Kirkj­an varð til í kreppu von­leys­is og ör­vænt­ing­ar. Upp­rifj­un og iðkun þeirr­ar sögu gef­ur okk­ur þrek og hug­rekki og von. Þar birt­ast og gildi, dyggðir og framtíðar­sýn sem við þurf­um öll á að halda.“

Bisk­up­inn sagði að ís­lenska þjóðin standi and­spæn­is gagn­geru end­ur­mati verðmæta, ekki aðeins bank­anna, gam­alla og nýrra, held­ur þeirra grund­vall­ar­gilda sem sam­fé­lagið bygg­ir á. Hann sagði það vera hin kristnu gildi og dyggðir um­fram allt, sem eiga sér liðsmann í hverju hjarta.

Karl bisk­up sagði kirkj­una eiga aðild að stefnu­mörk­un alþjóða kirkju­sam­taka um virka mót­spyrnu gegn kyn­bundnu of­beldi. „Kirkj­an á ekki að sýna neitt umb­urðarlyndi í þess­um efn­um!,“ sagði bisk­up. Hann greindi frá því að verið sé að ljúka gerð bæk­lings sem unn­inn var af starfs­hópi á veg­um Þjóðkirkj­unn­ar og annarra krist­inna trú­fé­laga sem vilja leggja sitt að mörk­um til að vinna gegn of­beldi í hvaða mynd sem er, þar á meðal kyn­ferðis­áreitni og mis­notk­un. 

„Ég leyfi mér að rifja upp að á Kristni­hátíð á Þing­völl­um var geng­in iðrun­ar­ganga að Drekk­ing­ar­hyl og bænar beðið um fyr­ir­gefn­ingu fyr­ir þau af­brot og sár sem kirkj­an hef­ur átt hlut að í ár­anna rás. Ég hef litið á viðleitni okk­ar, svo ófull­kom­in sem hún er, sem eins kon­ar yf­ir­bót. Að við vilj­um læra af sárri reynslu með því að hafa þessi mál á dag­skrá kirkj­unn­ar, reyna að bæta starfs­hætti og stuðla að breytt­um viðhorf­um varðandi kyn­bundið of­beldi í kirkju og sam­fé­lagi.

Ég bið þær kon­ur og börn, sem brotið hef­ur verið á af hálfu starfs­manna og þjóna kirkj­unn­ar fyr­ir­gefn­ing­ar á þeirri þján­ingu og sárs­auka sem þau hafa liðið,“ sagði bisk­up­inn í ræðu sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert