Hjálmlaus á óskráðu hjóli

Ökumaður torfærumótorhjóls fótbrotnaði þegar hann féll á göngustíg neðan við Skarðshlíð, gegnt verslunarmiðstöðinni Glerártorgi, um kl. 17.45 í dag. Ökumaðurinn var próflaus, hjálmlaus, ekki í hlífðarfötum, hjólið óskráð og ekki ætlað til aksturs utan sérstakra brauta hvað þá á göngustíg.

Auk þess að fótbrotna fann ökumaðurinn til eymsla í baki eftir óhappið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert