Prestastefna hófst í kvöld með messu í Kópavogskirkju og í kvöld mun Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, flytja yfirlitsræðu í kirkjunni. Prestar gengu fylktu liði í kirkjuna þótt veðrið væri ekki upp á það besta eða rok og rigning.
Á dagskrá prestastefnu eru tvö meginefni. Annað er umræða um stöðu samfélags og kirkju út frá umræðu í þjóðfélaginu um endurmat á öllum sviðum og nýja framtíðarsýn. Þá verður fjallað um samþykktir um innri málefni Þjóðkirkjunnar, sem einnig voru ræddar á síðustu prestastefnu.
Prestastefnu lýkur á fimmtudag.