Ræningjar fyrir dómara

Mennirnir tveir færðir út úr Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Mennirnir tveir færðir út úr Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Golli

Tveir karl­menn á þrítugs­aldri, sem rudd­ust inn á heim­ili aldraðra hjóna á laug­ar­dags­kvöld, hótuðu þeim og rændu fjár­mun­um, voru í dag leidd­ir fyr­ir dóm­ara sem úr­sk­urðaði að þeir skyldu sæta gæslu­v­arðhaldi til 19. maí. Lög­regl­an krafðist gæslu­v­arðhalds í 4 vik­ur. 

Menn­irn­ir tveir hafa játað sök. Þrjár kon­ur voru einnig hand­tekn­ar vegna máls­ins og hef­ur ein þeirra játað.

Jón Hann­es­son lækn­ir og kona hans urðu fyr­ir árás­inni. Hann seg­ir við Morg­un­blaðið í dag, að það sé gott að rétt­lætið sigri og árás­ar­menn­irn­ir hafi verið hand­tekn­ir. Hann sagði, að líðan þeirra hjóna sé ágæt og þau að jafna sig eft­ir at­b­urði helgar­inn­ar. „Við von­um þó að við þurf­um aldrei að sjá svona gjörn­ing aft­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert