Ræningjar fyrir dómara

Mennirnir tveir færðir út úr Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Mennirnir tveir færðir út úr Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Golli

Tveir karlmenn á þrítugsaldri, sem ruddust inn á heimili aldraðra hjóna á laugardagskvöld, hótuðu þeim og rændu fjármunum, voru í dag leiddir fyrir dómara sem úrskurðaði að þeir skyldu sæta gæsluvarðhaldi til 19. maí. Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds í 4 vikur. 

Mennirnir tveir hafa játað sök. Þrjár konur voru einnig handteknar vegna málsins og hefur ein þeirra játað.

Jón Hannesson læknir og kona hans urðu fyrir árásinni. Hann segir við Morgunblaðið í dag, að það sé gott að réttlætið sigri og árásarmennirnir hafi verið handteknir. Hann sagði, að líðan þeirra hjóna sé ágæt og þau að jafna sig eftir atburði helgarinnar. „Við vonum þó að við þurfum aldrei að sjá svona gjörning aftur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert