Skylt að sækja um ESB-aðild

Ungir jafnaðarmenn segja Samfylkingunni skylt að sækja um ESB-aðild.
Ungir jafnaðarmenn segja Samfylkingunni skylt að sækja um ESB-aðild.

„Stjórn­mála­flokk­ar sem vilja skoða nán­ara sam­starf við Evr­ópu og stefna að upp­töku evru eru í meiri­hluta. Sam­fylk­ing­unni ber því skylda til að tryggja að Ísland sæki um aðild sem fyrst og leggja samn­ing­inn í dóm þjóðar­inn­ar. Að öðrum kosti fari hún ekki í rík­is­stjórn,“ segja Ung­ir jafnaðar­menn.

Þeir sendu frá sér eft­ir­far­andi álykt­un varðandi stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna:

„Ung­ir jafnaðar­menn fagna sigri jafnaðar­stefn­unn­ar í ný­af­stöðnum kosn­ing­um. Nú er hægt að mynda raun­veru­lega fé­lags­hyggju og vel­ferðar­stjórn. Sam­fylk­ing­in er stærsti flokk­ur lands­ins og kem­ur hún til með að leika lyk­il­hlut­verk við upp­bygg­ingu ásamt þeim fjölda þing­manna sem vilja fara í aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið. Skip­an kvenna á þing er sér­stak­lega ánægju­leg enda hef­ur bar­átta fyr­ir kven­frelsi og samn­ing­um við Evr­ópu­sam­bandið verið sérstaða Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í ís­lensk­um stjórn­mál­um.

Stærsta vanda­mál Íslands í dag er gjaldþrota pen­inga­mála­stefna. Hún bæt­ist ofan á alþjóðlega bankakreppu sem ger­ir það að verk­um að enn brýnna er að leysa vanda ís­lensku krón­unn­ar. Besta lausn­in er að taka upp evru með stuðningi frá Evr­ópska seðlabank­an­um. Til þess að það sé mögu­legt þurf­um við að ganga í Evr­ópu­sam­bandið með öll­um þeim kost­um og göll­um sem því fylgja. Ung­ir jafnaðar­menn telja að kost­irn­ir vegi miklu þyngra.

Úrslit kosn­ing­anna tala sínu máli. Stjórn­mála­flokk­ar sem vilja skoða nán­ara sam­starf við Evr­ópu og stefna að upp­töku evru eru í meiri­hluta. Sam­fylk­ing­unni ber því skylda til að tryggja að Ísland sæki um aðild sem fyrst og leggja samn­ing­inn í dóm þjóðar­inn­ar. Að öðrum kosti fari hún ekki í rík­is­stjórn. Þannig tek­ur hún málið úr hönd­um þings­ins og fær­ir í hend­ur þjóðar­inn­ar.

Ung­ir jafnaðar­menn vilja að Sam­fylk­ing­in og Vinstri græn myndi nýja rík­is­stjórn. Til að svo megi verða þurfa flokk­arn­ir að færa valdið til þjóðar­inn­ar. Þjóðin á að ákveða hvort hún vilji upp­töku evru og hvort hún gangi í Evr­ópu­sam­bandið að und­an­gengn­um samn­ingaviðræðum.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert