Svikin um Fálkaorðuna

Riddarakross fálkaorðunnar
Riddarakross fálkaorðunnar

Carol van Voorst, sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi, fékk fyr­ir skömmu bréf um að for­seti Íslands hygðist sæma hana Fálka­orðunni. Á leiðinni að Bessa­stöðum barst sendi­herr­an­um sím­tal frá for­seta­skrif­stof­unni þess efn­is að ekki ætti að sæma hann orðunni, að sögn Kast­ljóss Sjón­varps­ins í kvöld.

Carol van Voorst lýk­ur fljót­lega störf­um hér á landi og óskaði eft­ir kveðjufundi með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands, eins og hefð er fyr­ir. Kast­ljós sagði að sendi­herr­ann hafi síðan fengið bréf frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu um að for­set­inn ætlaði að sæma Carol van Voorst Fálka­orðunni.

Banda­rísku sendi­herra­hjón­in voru síðan boðuð á kveðjufund á Bessa­stöðum síðastliðinn föstu­dag. Þegar þau áttu skammt eft­ir til Bessastaða fékk sendi­herr­ann sím­tal frá for­seta­skrif­stof­unni og var van Voorst sagt að hún yrði ekki sæmd orðunni. Eng­inn nán­ari skýr­ing fylgdi en sagt að þau hjón væru vel­kom­in á Bessastaði.

Sam­kvæmt heim­ild­um Kast­ljóss var sendi­herr­ann ósátt­ur við þetta en fór þó til Bessastaða. Þá mun sendi­herr­ann hafa túlkað orð for­seta Íslands þetta kvöld þannig að orðuna fengju aðeins  „þeir sem henn­ar væru verðir“.

Kast­ljós hafði eft­ir Örn­ólfi Thors­syni for­seta­rit­ara að orðunefnd hafi aldrei fjallað um mál banda­ríska sendi­herr­ans. Í til­kynn­ingu frá for­seta­skrif­stof­unni, sem Kast­ljós vitnaði í, sagði að þau leiðu mis­tök hafi verið gerð í aðdrag­anda brott­far­ar frá­far­andi sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi að orðurit­ari, Örn­ólf­ur Thors­son, sendi er­indi til prótokoll­stjóra ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um að ákveðið hafi verið að sæma Carol van Voorst sendi­herra heiðurs­merki Hinn­ar ís­lensku fálka­orðu, án þess þó að form­lega hafi verið gengið frá ákvörðun­inni. 

Jafn­framt sagði að for­seti Íslands hafi beðið sendi­herr­ann af­sök­un­ar á þess­um mis­tök­um.

Carol van Voorst, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna.
Carol van Voorst, frá­far­andi sendi­herra Banda­ríkj­anna.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands. mbl.is/​RAX
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert