Tvö óstaðfest tilfelli

00:00
00:00

Tveir Íslend­ing­ar sem komu frá Banda­ríkj­un­um fyr­ir nokkr­um dög­um verða rann­sakaðir vegna veik­inda sem þeir þjást af. Har­ald­ur Briem, sótt­varn­ar­lækn­ir, seg­ir þeir hafa verið með ein­hvers kon­ar óþæg­indi. Ein­kenn­in væru óljós og ólík­legt að um svínaflensu sé að ræða. Þetta kom fram á fundi með sótt­varn­ar­lækni og al­manna­vörn­um í dag.

End­an­leg niðurstaða vegna mann­anna tveggja ætti að taka nokkra daga. Sýni úr þeim verða tek­in í dag.

Einnig kom fram að sett verður í gang áætl­un í Leifs­stöð í kvöld. Aðallega verður um upp­lýs­inga­gjöf til ferðamanna frá Mexí­kó að ræða. Einnig verður sett upp aðstaða í Leifs­stöð fyr­ir þá sem finna fyr­ir veik­ind­um. Þar verða heil­brigðis­starfs­menn til taks sem geta tekið sýni ef þurfa þykir. Þeir munu einnig ákveða næstu skref meðferðar viðkom­andi.

Séu ferðamenn með ein­kenni verður lík­lega farið í fram­haldsmeðferð. Ekki kem­ur til ein­angr­un­ar.

Har­ald­ur seg­ir full­ljóst að fleiri ferðamenn muni koma sem hafi ein­hvers kon­ar ein­kenni, enda komi hingað til lands mik­ill fjöldi ferðamanna. Eng­in sér­stök hætta sé þó á ferðum. 

Einnig verði að hafa í huga að öll til­vik fyr­ir utan Mexí­kó hafa verið væg og auðveld viður­eign­ar.

Enn hef­ur ekki verið upp­lýst um hvers vegna skæðustu til­vik­in eru staðbund­in í Mexí­kó.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert