Undir meðaltali í öllum greinum

Fimmtán ára unglingar í Kóreu eru meðal þeirra sem koma …
Fimmtán ára unglingar í Kóreu eru meðal þeirra sem koma best út í PISA rannsókn sem gerð var árið 2006. Reuters

Íslensk skólabörn eru undir meðaltali í rannsókn OECD á námsárangri fimmtán ára ungmenna í vísindum, lestri og stærðfræði. Þetta er niðurstaða PISA könnunar sem gerð var árið 2006 og birt er á vef stofnunarinnar í dag. Í vísindum standa finnsk og nýsjálensk skólabörn sig best en auk Íslands eru Svíar, Danir og Norðmenn fyrir neðan meðaltal.

Í lestri eru finnsku unglingarnir þeir einu meðal norrænna unglinga sem eru fyrir ofan meðaltal. Finnar hafna þar í öðru sæti á eftir Kóreu. Í stærðfræði blanda dönsk ungmenni sér í hóp með finnskum ungmennum að vera yfir meðaltal á meðan þau íslensku og norsku eru undir meðaltali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert