Undir meðaltali í öllum greinum

Fimmtán ára unglingar í Kóreu eru meðal þeirra sem koma …
Fimmtán ára unglingar í Kóreu eru meðal þeirra sem koma best út í PISA rannsókn sem gerð var árið 2006. Reuters

Íslensk skóla­börn eru und­ir meðaltali í rann­sókn OECD á náms­ár­angri fimmtán ára ung­menna í vís­ind­um, lestri og stærðfræði. Þetta er niðurstaða PISA könn­un­ar sem gerð var árið 2006 og birt er á vef stofn­un­ar­inn­ar í dag. Í vís­ind­um standa finnsk og ný­sjá­lensk skóla­börn sig best en auk Íslands eru Sví­ar, Dan­ir og Norðmenn fyr­ir neðan meðaltal.

Í lestri eru finnsku ung­ling­arn­ir þeir einu meðal nor­rænna ung­linga sem eru fyr­ir ofan meðaltal. Finn­ar hafna þar í öðru sæti á eft­ir Kór­eu. Í stærðfræði blanda dönsk ung­menni sér í hóp með finnsk­um ung­menn­um að vera yfir meðaltal á meðan þau ís­lensku og norsku eru und­ir meðaltali.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert