Viðræður hefjast klukkan fimm

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, formenn ríkisstjórnarflokkanna.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, formenn ríkisstjórnarflokkanna. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son og Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­menn stjórn­ar­flokk­anna, munu hitt­ast í Alþing­is­hús­inu klukk­an 17.00 til að halda stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum áfram.

Í dag hef­ur verið unnið að því að koma upp starfs­hóp­um í mis­mun­andi mál­efn­um og eru tveir þeirra nú full­skipaðir, hóp­ur um Evr­ópu­mál og hóp­ur um breyt­ing­ar á stjórn­ar­ráðinu. Í dag var skýrt frá því að Össur Skarp­héðins­son og Ögmund­ur Jónas­son sætu með Degi B. Eggerts­syni og Katrínu Jak­obs­dótt­ur í í Evr­ópu­hópn­um.

Vinstri-græn­ir munu funda um klukk­an 18.00 í kvöld um það hverj­ir taki sæti í hinum hóp­un­um tveim­ur fyr­ir þeirra hönd. Þeir hóp­ar eiga að fjalla um at­vinnu- og efna­hags­mál ann­ars veg­ar og rík­is­fjár­mál hins veg­ar.

Lík­legt þykir talið að Jón Bjarna­son taki þátt í starfs­hópi um rík­is­fjár­mál fyr­ir þeirra hönd og að Lilja Móses­dótt­ir taki þátt í hópi um at­vinnu- og efna­hags­mál. Það er þó óstaðfest.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert