Viðræður hefjast klukkan fimm

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, formenn ríkisstjórnarflokkanna.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, formenn ríkisstjórnarflokkanna. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, formenn stjórnarflokkanna, munu hittast í Alþingishúsinu klukkan 17.00 til að halda stjórnarmyndunarviðræðum áfram.

Í dag hefur verið unnið að því að koma upp starfshópum í mismunandi málefnum og eru tveir þeirra nú fullskipaðir, hópur um Evrópumál og hópur um breytingar á stjórnarráðinu. Í dag var skýrt frá því að Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson sætu með Degi B. Eggertssyni og Katrínu Jakobsdóttur í í Evrópuhópnum.

Vinstri-grænir munu funda um klukkan 18.00 í kvöld um það hverjir taki sæti í hinum hópunum tveimur fyrir þeirra hönd. Þeir hópar eiga að fjalla um atvinnu- og efnahagsmál annars vegar og ríkisfjármál hins vegar.

Líklegt þykir talið að Jón Bjarnason taki þátt í starfshópi um ríkisfjármál fyrir þeirra hönd og að Lilja Mósesdóttir taki þátt í hópi um atvinnu- og efnahagsmál. Það er þó óstaðfest.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka