5200 ráðnir í sumarstörf

Búast má við að borgin verði græn og hrein í …
Búast má við að borgin verði græn og hrein í sumar því um 4000 ungmenni fá vinnu hjá Vinnuskólanum.

Rúmlega 5200 verða ráðnir í sumarstörf hjá Reykjavíkurborg í sumar. Þar er gert ráð fyrir að 4000 ungmenni verði ráðin til Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar, eða 90% af þeim aldurshópi sem sótt getur um slík störf, en til samanburðar voru í fyrra ráðnir um 2700 unglingar. Aukningin nemur um  48%, sem næst m.a. með því að stytta þann vinnutíma sem hver unglingur fær. 

Skráning í Vinnuskóla Reykjavíkur stendur enn yfir og umsóknarfrestur er til 24. maí nk. Að auki munu fagsvið borgarinnar ráða í sumarafleysingar með svipuðum hætti og undanfarin ár eða um 1240 einstaklinga.
 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert