Ógerlegt að opinbera öll verð

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar.
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Ásdís Ásgeirsdóttir

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, telur mikilvægt að raforkufyrirtækin geri opinberlega grein fyrir arðsemi verkefnanna og beri hana saman við arðsemiskröfur hliðstæðra verkefna innanlands sem utan. Þannig fái almenningur þær upplýsingar sem mestu máli skipti fyrir eigendur.

„Það er ekki gerlegt í samkeppnisumhverfi að opinbera öll verð. Hagkaup og Bónus gefa að sjálfsögðu ekki upp verð frá birgjum vegna viðskiptahagsmuna. Vandi raforkufyrirtækjanna er sá að þau eru í eigu opinberra aðila og þess vegna eru gerðar meiri kröfur um gagnsæi í rekstri þeirra. En þau starfa einnig í samkeppnisumhverfi þar sem óheimilt er að hafa samráð um verð til neytenda og upplýsingar um verð milli fyrirtækja eru ekki gefnar,“ skrifar Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, á vef fyrirtækisins.

Grein Friðriks fjallar um raforkuverð til álfyrirtækja. Tilefnið er umræðan um hvers vegna almenningur fær ekki upplýsingar um raforkuverð opinberra fyrirtækja. Friðrik rekur fer yfir sögu raforkusamninga til stóriðju og vitnar m.a. til samþykktar stjórnar Landsvirkjunar um viðskiptaleynd varðandi orkuverð.

Friðrik segir að eigendur Landsvirkjunar hafi verið upplýstir um verð og forsendur. Hann bendir á að nú starfi orkusölufyrirtækin í samkeppnisumhverfi og geri samninga við íslensk fyrirtæki sem kaupi mikla orku.  „Slíkir samningar eru oft gerðir á grundvelli útboðs og er verð ekki gefið upp. Það er almenn regla, þar sem samkeppni ríkir, að gefa ekki upp verð milli birgja og smásala.“

Grein Friðriks Sophussonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert