Auglýsing SÍ vekur hörð viðbrögð

Samtök iðnaðarins
Samtök iðnaðarins

„Við höf­um fengið nokk­ur viðbrögð sem lúta að því að fólk finnst þessi aug­lýs­ing ógeðsleg og veki hug­hrif sem ekki eru æski­leg,“ seg­ir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, um blaðaaug­lýs­ingu SI sem birt er í Frétta­blaðinu í dag. 

Í aug­lýs­ing­unni stend­ur sveitt­ur karl með sprautu yfir nökt­um og glennt­um fót­leggj­um sem greini­lega til­heyra konu. Yf­ir­skrift mynd­ar­inn­ar er: „Vel­ur þú fag­mann eða fúsk­ara?“ sem er, að mati Femín­ista­fé­lagi Íslands, skýr til­vís­un í ólög­leg­ar fóst­ur­eyðing­ar.

Fé­lagið hef­ur sent stjórn SI og for­svars­mönn­um álykt­un þar sem bent er á þessi hug­renn­ing­ar­tengsl.

„Ólög­leg­ar fóst­ur­eyðing­ar hafa sem bet­ur fer ekki verið nauðsyn­leg­ar á Íslandi í lang­an tíma. Á þeim tím­um og stöðum þar sem þær eru fram­kvæmd­ar eru þær neyðarúr­ræði kvenna sem hafa í för með sér lík­am­leg­ar og and­leg­ar þján­ing­ar. Femín­ista­fé­lag Íslands for­dæm­ir harðlega að Sam­tök Iðnaðar­ins skuli nýta sér neyð kvenna í aug­lýs­ing­um,“ seg­ir m.a. í álykt­un fé­lag­ins. 

Að sögn Jóns Stein­dórs hef­ur SI einnig borist at­huga­semd­ir í þá veru að verið sé að varpa rýrð á lækna­stétt­ina. 

„Sú gagn­rýni kom okk­ur nokkuð á óvart, því okk­ar til­gang­ur er að sjálf­sögðu ekki að varpa rýrð lækna­stétt­ina nema síður sé,“ seg­ir Jón Stein­dór og bæt­ir við: „Kon­ur sækja til lækn­is og þurfa að vera í þess­ari stell­ingu út af ýmsu öðru held­ur en vegna fóst­ur­eyðing­ar. Þannig að það var alls ekki það sem við vor­um að vísa til, þ.e. að þarna væri fúsk­ari að eyða fóstri. "

Spurður hver hafi hannað aug­lýs­ingu og tekið ákvörðun um birt­ingu henn­ar seg­ir Jón Stein­dór aug­lýs­ing­una hannaða af Hvíta hús­inu, en að hann hafi sem fram­kvæmda­stjóri SÍ samþykkt birt­ingu henn­ar.

Jón Stein­dór seg­ist ekki vilja ganga svo langt að kalla aug­lýs­ing­una mis­tök. „En það er ljóst að hún þjón­ar ekki til­gangi sín­um ef hún stuðar marga. Auðvitað má segja að það er oft erfitt að gera hluti þannig að þeir séu al­gjör­lega óum­deild­ir, sér­stak­lega þegar þú vilt vekja sterka at­hygli,“ seg­ir Jón Stein­dór og tek­ur fram að for­svars­menn SÍ hygg­ist í dag end­ur­skoða hvort aug­lýs­ing­in verði birt aft­ur. „Því við höf­um að sjálf­sögðu ekki áhuga á að særa neinn eða móðga“

Jón Steindór Valdimarsson
Jón Stein­dór Valdi­mars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert