Atvinnuleysistryggingar verða næst greiddar út 4. maí eða á mánudag. Fram kemur á vef Vinnumálastofnunar, að samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir beri að greiða atvinnuleysistryggingar út fyrsta vika dag mánaðar og verði það gert nú sem endranær.
Fram kemur á vefnum, að fjöldi fyrirspurna hafi borist um þetta en helgin er löng að þessu sinni þar sem 1. maí er á föstudag og þá er almennur frídagur.
Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram, að tala atvinnulausra nálgast nú 18 þúsund en 17.975 eru skráðir atvinnulausir í dag, 11.2946 karlar og 6811 konur.