Dagar Lífar taldir

Dagbjört Briem Gísladóttir og Líf.
Dagbjört Briem Gísladóttir og Líf. mbl.is/Albert Kemp

Dag­ar hrein­dýr­skálfs­ins Líf­ar, sem heim­il­is­fólkið að Sléttu utan við Reyðarfjörð bjargaði í fyrra­vor, eru tald­ir. Líf drapst í gær og var bana­meinið hvít­vöðva­sýki. Hús­freyj­an að Sléttu seg­ir missinn mik­inn. Trú­legt sé að röð mann­legra mistaka hafi leitt til dauða Líf­ar.

Líf komst í frétt­irn­ar fyr­ir skömmu þegar Um­hverf­is­stofn­un gerði at­huga­semd­ir við að heim­il­is­fólkið að Sléttu hefði tekið hana upp á sína arma. Slökkviliðsmenn í Fjarðabyggð, sem voru í sjúkra­flutn­ing­um í fyrra­vor, sáu hreinkú sem var að burði kom­inn. Þegar þeir komu til baka var kýr­in far­in en ný­bor­inn hrein­dýr­skálf­ur lá í veg­kant­in­um. Kálf­ur­inn var flutt­ur heim að Sléttu þar sem hlúð var að hon­um og hann dafnaði vel.

Um­hverf­is­stofn­un hafði bent ábú­end­um á ákvæði laga um villt dýr og hvatt þá til að sækja um leyfi til að halda hrein­dýr­skálf­inn. Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra lét málið til sín taka og fór aust­ur að Sléttu til að heim­sækja Líf. 

„Ég legg það á mig sem þarf til þess að tryggja að það finn­ist sú lausn í mál­inu að Líf fái líf,“ seg­ir Kol­brún eft­ir heim­sókn­ina aust­ur.

Til stóð að sækja um leyfi til að Líf fengi að vera að Sléttu. Til þess kom þó ekki þar sem hún lauk sinni jarðvist í gær.

„Ég var að fá úr­sk­urð úr krufn­ingu, hún dó úr hvít­vöðva­sýki. Það er ferli sem fer af stað í vöðvum dýrs­ins þegar það er beitt harðræði eða skelf­ist. Þetta leiðir yf­ir­leitt alltaf til dauða,“ sagði Dag­björt Briem Gísla­dótt­ir, bóndi að Sléttu í sam­tali við mbl.is.

Dag­björt seg­ist ekki vilja kenna nein­um um en dýra­lækn­ir frá Ak­ur­eyri hafi ein­dregið ráðlagt að klauf­ar Líf­ar yrðu klippt­ar því hún sliti þeim ekki líkt og hrein­dýr sem lifa villt úti í nátt­úr­unni.

„Og við fór­um í það að ráði dýra­lækn­is­ins. Hún varð mjög hrædd en það virt­ist í lagi með hana. Svo sá ég að dofnaði yfir henni og dró af henni. Við reynd­um hvað við gát­um en hún dó í gær. Ég er bóndi og búin að horfa á eft­ir hross­um og öðrum skepn­um en þetta er ekki líkt því.  Þetta er mik­ill miss­ir fyr­ir mig og mér líður skelfi­lega. Það er sárt að horfa á eft­ir Líf ekki síst núna þegar grös eru tek­in að grænka og sum­arið hand­an við hornið. Ég var far­in að hlakka til sum­ars­ins með Líf,“ sagði Dag­björt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert