„Fádæma sóðaleg auglýsing“

Birna Jónsdóttir
Birna Jónsdóttir mbl.is

„Mér finnst þessi aug­lýs­ing fá­dæma sóðaleg,“ seg­ir Birna Jóns­dótt­ir, formaður Lækna­fé­lags ís­lands, um blaðaaug­lýs­ingu Sam­taka iðnaðar­ins (SI) sem birt var í dag og vakið hef­ur hörð viðbrögð.

Í aug­lýs­ing­unni stendu sveitt­ur karl með sprautu yfir nökt­um og glennt­um fót­leggj­um sem greini­lega til­heyra konu. Yf­ir­skrift mynd­ar­inn­ar er: „Vel­ur þú fag­mann eða fúsk­ara?“

„Þetta er að ráðast á það aum­asta og það veik­asta. Kon­ur sem fara í fóst­ur­eyðingu eru nán­ast alltaf til­neydd­ar til þess og þeim líður illa. Þetta kalla ég að níðast á neyð kvenna. Sem kona er ég af­skap­leg ósátt við að þessi neyt­endi heil­brigðis­kerf­is­ins, sem er lít­il­magni í van­líðan, sé mis­notaður með þess­um hætti.“

Að sögn hef­ur fram­kvæmda­stjóri Lækna­fé­lags Íslands, að höfðu sam­ráði við sig, sett sig í sam­band við SI til að kvarta yfir aug­lýs­ing­unni.

„Skaðinn er skeður. Það er búið að birta aug­lýs­ing­una. En mér finnst al­veg lág­mark að hún verði ekki birt aft­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert