Félag fæðingar- og kvensjúkdómalækna krefst þess að Samtök iðnaðarins biðjist afsökunar á auglýsingu, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Segir í tilkynningu frá formanni félagsins, að SI eigi að biðja íslenskar konur og lækna afsökunar á þeirri grófu aðför sem lesa megi út úr auglýsingunni.
Í tilkynningunni segir Arnar Hauksson, læknir, að sú ímynd, sem Samtök Iðnaðarins hafi valið með auglýsingunni sé smekklaus, ruddaleg og niðurlægandi fyrir fagstétt lækna og konur í þessu landi og verði að teljast ósamboðin samtökunum.