Féllu 2,5 metra

Lögreglan krakkana skelkaða en ómeidda.
Lögreglan krakkana skelkaða en ómeidda.

Betur fór en á horfðist þegar svalir húss hrundu undan tæplega tuttugu grunnskólabörnum.  Atburðurinn átti sér stað um níuleytið í kvöld í Ölveri, í grennd við sumarbústaðasvæði undir Hafnarfjalli þar sem reknar eru  sumarbúðir á sumrin.

Um fimmtíu 7. bekkingar frá Grundarskóla á Akranesi voru þar á ferð með kennurum sínum og hafði hluti hópsins farið út á svalir hússins sem eru á annarri hæð. Þær gáfu sig síðan með þeim afleiðingum að tæplega tuttugu börn féllu um 2,5 metra niður á jörðina.

Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, urðu einhver meiðsl á allnokkrum barnanna, en engin þó alvarleg að því að talið var á vettvangi. Krakkarnir voru þó óneitanlega skelkaðir eftir atburðinn og farið var með þá á Sjúkrahús Akraness til aðhlynningar.

Málið er í rannsókn og mun Vinnueftirlitið mæta á vettvang á morgun til að kynna sér aðstæður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert