Glæsilegur Þór sjósettur

Þór kominn á sjó.
Þór kominn á sjó. mbl.is

„Það var mikil hátíðarstemning þegar skipið rann í sjóinn," segir Georg
Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sem var viðstaddur ásamt fjölmenni þegar nýtt fjölnota varðskip Gæslunnar var sjósett í höfn chileska sjóhersins í gær.

„Þetta er glæsilegasta skipið í höfn chileska sjóhersins,“ segir Georg Lárusson. Við sjósetninguna var skipinu gefið nafnið Þór og er það fjórða skip Gæslunnar sem ber það nafn en þess má geta að fyrsta skip Gæslunnar hét Þór. Georg Lárusson segir þetta einn stærsta áfangann í sögu Landhelgisgæslunnar en varðskipið verður eitt allra öflugasta björgunar- og dráttarskipið á N-Atlantshafi.

Skipið er smíðað hjá ASMAR skipasmíðastöðinni í Chile og er fullkomasta skipið sem þar hefur verið smíðað, bæði hvað varðar getu og tækniútfærslur. Dráttargeta skipsins er 120 tonn og ganghraði þess 19,5 sjómílur. Þór er búinn tveimur 4.500 kw aðalvélum, það er 4.2250 brúttótonn, 93,65 m að lengd og 16 m breitt. Varðskipið er hannað af Rolls Royce Marine í Noregi á grunni norska varðskipsins Harstadt sem norska strandgæslan hefur verið með í rekstri frá árinu 2005.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, flytur hátíðarávarp
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, flytur hátíðarávarp mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert