Hafna fyrirvara við lánin

Frjálsi fjárfestingarbankinn neitar viðskiptavinum sínum um að setja fyrirvara við undirskriftir um skilmálabreytingu lána, þar sem stendur: „Með fyrirvara um betri rétt neytenda.“

Hagsmunasamtök heimilanna hafa hvatt fólk til að setja slíkan fyrirvara til að fyrirbyggja að það fyrirgeri hugsanlegum skaðabótarétti sínum: Annars vegar vegna forsendubrests innlendu lánanna. Hins vegar þar sem erlendu lánin séu ólögleg þar sem þau séu krónulán tengd við dagsgengi erlendra gjaldmiðla.

Rétt rúmlega fertugur maður fékk slíka neitun í fyrradag: „Bankinn bauð mér að krota yfir fyrirvarann og setja stafina mína undir eða þeir tækju ekki við skuldbreytingarpappírunum.“

Ingólfur Friðjónsson, forstöðumaður lögfræðisviðs bankans, segir tilvik sem þessi þrjú til fjögur frá áramótum. „Höfnunin byggist einfaldlega á því að ef menn myndu leyfa að settur yrði hvaða fyrirvari sem er inn á svona skjöl, skuldabréf eða skilmálabreytingar myndi það skapa mikla [réttar]óvissu. Ég get ekki ímyndað mér að nein lánastofnun samþykki að lána með einhverjum fyrirvörum.“ Þá segir Ingólfur að hann sjái ekki að þó menn settu slíkan fyrirvara inn á skilmálabreytingu lána, þar sem slíkur fyrirvari hafi ekki verið í upphaflegum skilmálum, geti breytt réttarstöðu þeirra.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert