Hlýnunin felur í sér tækifæri

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Ragnar Baldursson á ársfundi Norðurskautsráðsins.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Ragnar Baldursson á ársfundi Norðurskautsráðsins. mbl.is/Baldur

„Að sjálf­sögðu," svar­ar Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, fé­lags­málaráðherra, innt eft­ir því hvort hún sé fylgj­andi olíu­vinnslu
á Dreka­svæðinu.

Ásta Ragn­heiður var staðgeng­ill Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra á ráðstefnu Norður­skauts­ráðsins um áhrif hlýn­un­ar á norður­slóðum í Tromsø í dag, þar sem full­trú­ar Íslands lögðu áherslu á að á sama tíma og nauðsyn­legt væri að sporna gegn frek­ari lofts­lags­breyt­ing­um væri ljóst að breyt­ing­arn­ar á líf­rík­inu vegna hlýn­un­ar væru var­an­leg­ar.

„Með breyt­ing­un­um skap­ast nýtt ástand í nán­asta ná­grenni Íslands í norðri. Við verðum að aðlaga okk­ur að því og nýta þau tæki­færi sem fel­ast í breyttu ástandi. Við bent­um á að inn­an fárra ára kynnu að opn­ast ný sigl­inga­leið til Kyrra­hafs­ins um Norður-Íshafið. Þá geti verið hag­kvæmt að hafa um­skip­un­ar­höfn á Íslandi fyr­ir  flutn­inga á milli Evr­ópu og Norður-Am­er­íku yfir til Asíu."

Hug­mynd­ir um þjón­ustumiðstöð

Svo kann að fara að um líkt leyti og fyr­ir­huguð olíu­vinnsla hefst norðaust­ur af Íslandi muni fyr­ir­ætlan­ir um jarðefna- og náma­vinnslu á Aust­ur-Græn­landi hafa þokast nær veru­leika. Ásta Ragn­heiður seg­ir stjórn­völd líta svo á að í þess­ari þróun fel­ist tæki­færi fyr­ir Íslend­inga. 

„Við get­um þjón­ustað þessa nám­ur á Græn­lendi eða olíu­vinnslu þar frá Íslandi sem gæti að sjálf­sögðu verið mjög mik­il­vægt at­vinnu­lífið miðað við þær aðstæður sem ríkja á Íslandi í dag. Það hafa nú þegar fund­ist verðmæt­ar nám­ur á Aust­ur-Græn­landi sem byrjað verður að vinna næstu  árum. Og það búið að ákveða að fara í  frek­ari rann­sókn­ir á auðlinda­nýt­ingu á þess­um svæðum. Hvað úr því verður á tím­inn eft­ir að leiða í ljós.

Á fund­in­um lagði ég áherslu á að það yrði haft náið og aukið sam­starf við alla  ná­granna okk­ar, sér­stak­lega rík­in sem næst okk­ur eru, svo sem Græn­land." 

Hún seg­ir sama máli gilda um aukn­ar sigl­ing­ar yfir Norður-Íshafið. „Við höf­um mögu­leika á að opna þjón­ustumiðstöð eða um­skip­un­ar­höfn fyr­ir sigl­ing­ar um Norður-Íshafið. Mik­il­vægt atriði sem að þessu teng­ist eru ör­ygg­is­mál­in. Ísland er kjör­inn vett­vang­ur fyr­ir alþjóðlega eft­ir­litsmiðstöð sem hefði það hlut­verk að fylgj­ast með auk­inni um­ferð um okk­ar hafsvæði, um­ferð sem meðal ann­ars tengd­ist auðlinda­nýt­ingu. Hlut­verk  miðstöðvar­inn­ar yrði að bregðast við slys­um, seg­ir Ásta Ragn­heiður.

Þarf ekki að brenna ol­í­unni

Aðspurð um hvort olíu­vinnsla á Dreka­svæðinu og sú los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem henni muni fylgja gangi ekki í ber­högg við lofts­lags­mark­mið Norður­skauts­ráðsins seg­ir Ásta Ragn­heiður að ströngustu um­hverf­is­regl­um verði fylgt.

Það skipt­ir máli að ef farið verður í olíu- og gas­vinnslu á Dreka­svæðinu að þá verði fylgt ströngustu um­hverf­is­stöðlum og að Íslend­ing­ar verði í því efni til fyr­ir­mynd­ar," seg­ir Ásta Ragn­heiður, sem bend­ir á að olíu sé ekki ein­ung­is brennt held­ur sé hún notuð í marg­vís­leg­um iðnaði.

Á fund­in­um kom fram að Jon­as Gahr Støre, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, og Al Gore, hand­hafi friðar­verðlauna Nó­bels, hygðust setja upp vinnu­hóp til að taka sam­an upp­lýs­ing­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á norður­slóðum í sam­vinnu við Norður­skauts­ráðið sem lagðar fyr­ir lofts­lags­ráðstefn­una í
Kaup­manna­höfn í des­em­ber.

Ásta Ragn­heiður seg­ir Íslend­inga munu leggja sitt af mörk­um til þeirr­ar vinnu í gegn­um vinnu­hópa Norður­skauts­ráðsins sem ís­lensk­ir vís­inda­menn taka þátt í.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert