Kaupa rykgrímur og spritt

Sala á spritti, grímum og hönskum hefur rokið upp úr öllu valdi síðustu daga vegna svínaflensunnar en íslenskur almenningur virðist ætla að vera við öllu búinn.  Hjá Rekstrarvörum hefur selst meira af andlitsgrímum síðustu tvö daga en í þrjá mánuði þar á undan. Sölu og markaðsstjóri þar telur ekki ólíklegt að fólki með grímur fari að bregða fyrir á götunum.

Steinunn Margrétardóttir sem starfar á farfuglaheimili í Reykjavík var að kaupa spritt fyrir starfsfólkið og Kristjana Bergsteinsdóttir handa fjölskyldunni.  Jóhanna Runólfsdóttir sjúkraliði og sölumaður sagðist hafa fengið mörg símtöl í mörgun þar sem apótek voru að óska eftir meira handspritti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert