Sex nýir framkvæmdastjórar á Landspítala

Landspítali.
Landspítali.

Ráðið hefur verið í 6 nýjar stöður framkvæmdastjóra klínískra sviða á Landspítala.  Nýtt klínískt sviðakerfi tekur gildi á spítalanum 1. maí en þá fækkar klínísku sviðunum úr 12 í 6. 

Klínískum sviðum hafa til þessa að jafnaði stýrt tveir sviðsstjórar, sviðsstjóri hjúkrunar og sviðsstjóri lækninga.  Það stjórnunarlag er nú lagt niður og ráðinn einn framkvæmdastjóri á hvert hinna nýju sviða, að undangenginni auglýsingu og ráðningarferli.

Framkvæmdastjórarnir eru eftirtalin:

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir er  framkvæmdastjóri bráðasviðs
Jón Hilmar Friðriksson er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs
Ásbjörn Jónsson er framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs
Páll Matthíasson er framkvæmdastjóri geðsviðs
Vilhelmína Haraldsdóttir er framkvæmdastjóri lyflækningasviðs
Lilja Stefánsdóttir er framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert