Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að rækta kannabis. Maðurinn var með í bílskúr sínum 83 kannabisplöntur og 678 g af kannabislaufum. Talið var að hann hefði ræktað kannabis um nokkur skeið.
Maðurinn játaði að hafa staðið að ræktuninni. Honum var að auki gert að greiða 80 þúsund krónur í sakarkostnað.
Meðal þess sem gert var upptækt voru loftræstikerfi, fjórir gróðurhúsalampar, gaskútur, vatnsdælur og tvö rafmagnsbox.