Snarpur jarðskjálfti í nótt

Stjarnan sýnir hvar upptök skjálftans voru. Kortið er tekið af …
Stjarnan sýnir hvar upptök skjálftans voru. Kortið er tekið af vef Veðurstofunnar.

Snarpur jarðskjálfti upp á 3,9 á Richter varð skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt og átti hann upptök í Skálafelli. Hans varð meðal annars vart í Reykjavík og vakti íbúa í Hveragerði, Selfossi og á Eyrarbakka. Ekki er vitað um neitt tjón, en hvinur mun hafa heyrst á undan skjálftanum, sem var eitt högg.

Á svipuðum slóðum varð skjálfti upp á 2,4 á Richter um níuleytið í gærmorgun, en hans varð lítið vart.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert