Spá 1,5 metra hækkun

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, og Al Gore, fyrrum varaforseti …
Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, og Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, í Tromsø í gær.

Yfirborð sjávar mun hækka um allt að 1,5 metra á öldinni, að því er Dorthe Dahl-Jensen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla greindi frá á ráðstefnu um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum.

Reynist þetta rétt mun hækkunin hafa víðtæk áhrif í ríkjum sem liggja að sjó og valda vandræðum þar sem byggð og önnur mannvirki, svo sem flugvellir, eru skammt frá flæðarmálinu. Að sögn Dahl-Jensen byggist spáin á nýjum rannsóknargögnum sem ólíkir rannsóknarhópar hafa tekið saman.

Hún viðurkennir aðspurð að óvissan sé nokkur, hækkunin geti numið frá hálfum og upp í einn og hálfan metra. Talan þar á milli, hækkun upp á einn metra, sé sú tala sem heppilegast sé að miða við. Til að varpa ljósi á þessa hækkun nefnir hún að þar af geri núverandi rannsóknir ráð fyrir að ísinn á Grænlandsjökli muni leggja til frá 10 og upp í 50 sentimetra.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert