Gengu í skrokk á stúlkunni

Fimmtán ára stúlka varð fyr­ir árás kyn­systra sinna í Heiðmörk síðdeg­is í dag. Stúlk­an kom í fylgd for­eldra sinna til lög­regl­unn­ar um kl. 18 í kvöld og til­kynnti um lík­ams­árás­ina. Hún er með áverka í and­liti en er ekki brot­in. Málið er í rann­sókn.

Að sögn lög­regl­unn­ar hafði stúlk­an farið upp í bíl með 6-7 aðeins eldri stúlk­um sem hún kannaðist við. Þær tóku hana upp í Hlíðunum og fóru með hana upp í Heiðmörk. Þegar þangað var komið gengu tvær þeirra í skrokk á stúlk­unni. Síðan óku þær stúlk­unni til Hafn­ar­fjarðar og skildu hana eft­ir versl­un­ar­miðstöðina Fjörð. 

For­eldr­arn­ir fóru síðan með stúlk­una á slysa­deild þar sem lækn­ir fór yfir áverka henn­ar. Í kjöl­far þess fóru for­eldr­ar stúlk­unn­ar með hana til lög­regl­unn­ar. 

Til­efni árás­ar­inn­ar ligg­ur ekki ljóst fyr­ir að sögn lög­reglu en unnið er að rann­sókn máls­ins. 

Að sögn Rík­is­út­varps­ins hafði stúlk­an sem ráðist var á átt i deil­um við eina af þeim sem á hana réðust. Stúlk­an sem hún hafði deilt við hafði beðið hana að hitta sig svo þær gætu sæst. Tvær stúlk­ur sóttu síðan fórn­ar­lambið á bíl. Þær óku síðan að Suður­veri þar sem fimm aðrar stúlk­ur bætt­ust í hóp­inn. Þaðan var ekið í Heiðmörk og þar sem ráðist var á stúlk­una og hún bar­in í and­litið. Þær fóru aft­ur í bíl­inn og héldu bar­smíðunum áfram. Stúlk­urn­ar hótuðu fórn­ar­lamb­inu líf­láti og heimtuðu 150 þúsund króna greiðslu á morg­un. Stúlk­an var svo skil­in eft­ir illa út­leikna við Fjörðinn í Hafnar­f­irði. 

Syst­ir fórn­ar­lambs­ins sagði við RÚV að ekki hefði mátt muna miklu að var­an­leg­ur skaði hefði hlot­ist af árás­inni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert