Þarf ekki einhug um umsókn

Reuters

Aðalsteinn Leifsson, stjórnmálafræðingur og lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík, segir að umsókn ríkis um aðild að Evrópusambandinu verði tekin alvarlega þótt ráðherrar í ríkisstjórn séu ekki samþykkir aðildarumsókn.

Hann bendir á að þegar Svíþjóð sótti um aðild að ESB hafi einstakir ráðherrar í ríkisstjórn verið andvígir umsókn og í Finnlandi og Noregi hafi þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna greitt atkvæði gegn aðildarumsókn.

Aðalsteinn segir að ESB geri enga kröfu um að ríkisstjórn ríkis sé einhuga um aðildarumsókn heldur taki allar umsóknir alvarlega. „Þetta er algjörlega borðleggjandi,“ bætir hann við. Í öllum ríkjum sem sótt hafi um aðild hafi verið deilur um þá fyrirvara og þau skilyrði sem aðildarsamningurinn þyrfti að uppfylla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert