Þarf ekki einhug um umsókn

Reuters

Aðal­steinn Leifs­son, stjórn­mála­fræðing­ur og lektor við viðskipta­fræðideild Há­skól­ans í Reykja­vík, seg­ir að um­sókn rík­is um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu verði tek­in al­var­lega þótt ráðherr­ar í rík­is­stjórn séu ekki samþykk­ir aðild­ar­um­sókn.

Hann bend­ir á að þegar Svíþjóð sótti um aðild að ESB hafi ein­stak­ir ráðherr­ar í rík­is­stjórn verið and­víg­ir um­sókn og í Finn­landi og Nor­egi hafi þing­menn úr röðum stjórn­ar­flokk­anna greitt at­kvæði gegn aðild­ar­um­sókn.

Aðal­steinn seg­ir að ESB geri enga kröfu um að rík­is­stjórn rík­is sé ein­huga um aðild­ar­um­sókn held­ur taki all­ar um­sókn­ir al­var­lega. „Þetta er al­gjör­lega borðleggj­andi,“ bæt­ir hann við. Í öll­um ríkj­um sem sótt hafi um aðild hafi verið deil­ur um þá fyr­ir­vara og þau skil­yrði sem aðild­ar­samn­ing­ur­inn þyrfti að upp­fylla.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert