Um 40 prósent lána slæm

Tæp­lega 40 pró­sent af eign­um nýju bank­anna þriggja voru flokkuð sem slæm lán í minn­is­blaði ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Oli­ver Wym­an frá því í janú­ar. Lán fyr­ir­tækja eru skil­greind sem slæm ef þau hafa verið leng­ur en 90 daga í van­skil­um. Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að staðan hafi versnað síðan.

Að mestu er um að ræða lán bank­anna til rekstr­ar­fyr­ir­tækja þar sem þorri lána til eign­ar­halds- og fjár­fest­ing­ar­fé­laga var skil­inn eft­ir í gömlu bönk­un­um. Ein­ung­is þriðjung­ur lán­anna telst góður, skv. minn­is­blaðinu.

Oli­ver Wym­an skilaði sam­hæfðu end­ur­mati á skuld­um og eign­um Nýja Lands­banka (NBI), Nýja Kaupþings og Íslands­banka til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME) í síðustu viku. Það hef­ur enn ekki verið gert op­in­bert.

Í minn­is­blaði Wym­ans, sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um, seg­ir orðrétt: „nú­ver­andi staða Íslands er verri en nokk­ur kreppa sem ein­stök þjóð hef­ur þolað síðan í krepp­unni miklu“. Því er það mat fyr­ir­tæk­is­ins að ís­lenska bankakrepp­an sé sú al­var­leg­asta sem hafi hent þjóðríki í tæp 80 ár.

Máli sínu til stuðnings ber Wym­an áætlað hlut­fall slæmra lána í nýju ís­lensku bönk­un­um sam­an við krepp­ur í Taílandi (33 pró­sent), Kór­eu (18 pró­sent), Svíþjóð (18 pró­sent) og Nor­egi (níu pró­sent) sem öll gengu í gegn­um mikl­ar bankakrepp­ur á síðustu tveim­ur ára­tug­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert