Viðræðum haldið áfram

Frá fyrsta formlega stjórnarmyndunarfundi Samfylkingarinnar og VG í Norræna húsinu …
Frá fyrsta formlega stjórnarmyndunarfundi Samfylkingarinnar og VG í Norræna húsinu á mánudag. mbl.is/Golli

Áfram­hald hef­ur verið á viðræðum milli Sam­fylk­ing­ar og VG um stjórn­ar­sam­starf flokk­anna. For­ystu­menn flokk­anna hafa haldið áfram að funda í dag og hef­ur verið rætt heild­stætt um helstu stefnu­mál, svo sem Evr­ópu­mál, at­vinnu­mál og mögu­leg­ar breyt­ing­ar á stjórn­kerf­inu.

Eng­in niðurstaða hef­ur náðst en í mesta deilu­mál­inu milli flokk­anna, þ.e. mál­efn­um Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB). Sam­fylk­ing­in vill að sótt verði um aðild að ESB en VG hef­ur ekki viljað það hingað til.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur meðal ann­ars verið deilt um með hvaða hætti hægt verður að leggja málið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, og þá á hvaða stigi.

Þing­flokks­fundi VG, sem hófst klukk­an 18:00, lauk rúm­lega hálf átta í kvöld en þar voru for­ystu­menn flokks­ins meðal ann­ars að upp­lýsa þing­flokk­inn um á hvaða stigi viðræðurn­ar væru.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert