Boða ekki til landsþings

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndra.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndra. mynd/bb.is

Ekki verður boðað til landsþings Frjálslynda flokksins á næstunni. Þetta var ákveðið á miðstjórnarfundi flokksins sem lauk nú í kvöld. Áður hefur komið fram að Magnús Þór Hafsteinsson, sem bauð sig fram til formanns gegn Guðjóni Arnari Kristjánssyni á síðasta landsþingi, telur afar brýnt að boða til nýs landsþings. 

„Það þarf að velja að nýju í stjórnir Frjálslynda flokksins svo fólk geti sem fyrst með endurnýjuðu umboði hafið endurreisn hans sem stjórnmálahreyfingar,“  skrifaði Magnús Þór á blogg sitt fyrr í vikunni.

Mikið var rætt á fundinum en engar ályktanir voru gerðar, að sögn Magnúsar Reynis Guðmundssonar, framkvæmdastjóra flokksins. Annar miðstjórnarfundur flokksins verður haldinn eftir mánuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert