Boða ekki til landsþings

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndra.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndra. mynd/bb.is

Ekki verður boðað til landsþings Frjáls­lynda flokks­ins á næst­unni. Þetta var ákveðið á miðstjórn­ar­fundi flokks­ins sem lauk nú í kvöld. Áður hef­ur komið fram að Magnús Þór Haf­steins­son, sem bauð sig fram til for­manns gegn Guðjóni Arn­ari Kristjáns­syni á síðasta landsþingi, tel­ur afar brýnt að boða til nýs landsþings. 

„Það þarf að velja að nýju í stjórn­ir Frjáls­lynda flokks­ins svo fólk geti sem fyrst með end­ur­nýjuðu umboði hafið end­ur­reisn hans sem stjórn­mála­hreyf­ing­ar,“  skrifaði Magnús Þór á blogg sitt fyrr í vik­unni.

Mikið var rætt á fund­in­um en eng­ar álykt­an­ir voru gerðar, að sögn Magnús­ar Reyn­is Guðmunds­son­ar, fram­kvæmda­stjóra flokks­ins. Ann­ar miðstjórn­ar­fund­ur flokks­ins verður hald­inn eft­ir mánuð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert