Gamlir bílar lifa lengur

Mikið færri bílum er hent nú en fyrir kreppu. Samkvæmt tölum frá Úrvinnslusjóði var 28 % færri bílum fargað í mars á þessu ári samanborið við árið í fyrra. Þetta er í samræmi við upplifun Einars Ásgeirssonar, framkvæmdarstjóra Hringrásar en hann telur að allt að helmingi færri bílum sé fargað nú en í fyrra.

Starfsmenn Vöku hafa einnig fundið fyrir þessari þróun. Fólk virðist halda lengur í bíla sína og gera frekar við þá.

„Það er greinilega aukning á því að fólk leiti að ódýrari kostum, bæði varahlutum og notuðum hjólbörðum,"  segir Bjarni Ingólfsson starfsmaður hjá Vöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert