Samtök hollenskra sparifjáreigenda, sem áttu 100 þúsund króna inneign á Icesave-reikningum Landsbankans í Hollandi, segjast munu kæra Ísland til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Eftirlitsstofnunar EFTA verði innistæðurnar ekki greiddar út í næstu viku.
Telja Hollendingarnir, að þar sem íslensk stjórnvöld hafi ábyrgst innistæður sparifjáreigenda á Íslandi felist í því mismunun og þar með brot gegn reglum Evrópska efnahagssvæðisins, ef reikningseigendur íslensku bankanna í öðrum EES-ríkjum njóti ekki sama réttar.
Hópurinn, sem nefnir sig Icesaving, sendi bréf til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um miðjan apríl þar sem segir, að kæran verði lögð fram 6. maí hafi greiðslur ekki borist. Ekkert svar hafi borist.